Tesla og SolarCity sjá heilli eyju fyrir rafmagni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Tæknijöfurinn Elon Musk sér heilli eyju fyrir rafmagni. Nordicphotos/AFP Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent