Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Íslendingar með yfir 1.000 fylgjendur á Instagram geta fengið greitt fyrir að auglýsa vörur í gegnum Takumi. Mynd/Takumi „Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira