Fótbolti

Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í sumar.
Kolbeinn hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í sumar. vísir/getty
Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við.

Kolbeinn kom til Galatasary rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði en hefur ekkert spilað með tyrkneska stórliðinu vegna hnémeiðsla.

Hann hefur einnig misst af síðustu fimm landsleikjum vegna meiðslanna. Kolbeinn gekkst undir aðgerð á hné í september.

Liðslæknir Galatasary, Yen Slim, staðfesti við tyrkneska fjölmiðla í dag að félagið hefði sent Kolbein til Barcelona í meðhöndlun.

Nantes lánaði Kolbein til Galatasary en hann lék aðeins í eitt tímabil með franska liðinu. Þar áður lék hann með AZ Alkmaar og Ajax í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×