Viskíframleiðsla Snævars við það að verða að veruleika: Hópfjármagnar lokasprettinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Stefnt er að því að koma Sall Whisky á markað árið 2021. Mynd/Aðsend Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur. Íslenskur bjór Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur.
Íslenskur bjór Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira