Á að hætta olíuleit á Drekasvæðinu vegna umhverfis- og loftslagsmála? Skúli Thoroddsen skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Miðað við þær aðgerðir sem þjóðir heims hafa boðað er þó ekki útlit fyrir að þau markmið náist nema gripið verði til róttækari aðgerða. Nú hafa um 200 þjóðir samþykkt samkomulagið þar með talin Bandaríkin sem svara fyrir 17,89% gróðurhúsalofttegunda, Kína 20,09%, Þýskaland 2,56% og Ísland 0,09%[i]. Umhverfisverndarsamtök hafa höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíutengdrar starfsemi á norðurslóðum og telja hana fara gegn m.a. Parísarsamkomulaginu sem Noregur hefur samþykkt. Stangast olíuvinnsla á við markmið Parísarsamkomulagsins? Um 29% af orkuframleiðslu heimsins kemur frá brennslu kola. Olíu, um 31%. Gas stendur fyrir 21%, kjarnorka 5%, vatnsorka 3%, lífefnaolía 10%, sól, vindur og aðrir endurnýjanlegir orkugjafar svo sem jarðvarmavirkjanir framleiddu einungis um 1% sama ár, árið 2013. Árið 2040 verður þetta hlutfall nokkuð svipað, þá hefur mannkyni fjölgað úr 7 milljörðum manna í 10. Alþjóða orkumálastofnunin gerir þó ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar hafi aukið hlut sinn úr 1% í 5%. Til að bregðast við loftslagsbreytingunum þarf umfram allt að skipta út kolum fyrir gas eða olíu þar sem þess er kostur, auka endurnýjanlega orkukosti og breyta afstöðu fólks til orkusparnaðar. Af endurnýjanlegum kostum eigum við Íslendingar marga góða, bæði í jarðvarma, vatnsafli, vindorku og sjávarföllum. Með endurskoðaðri orkustefnu í Noregi er m.a. gert ráð fyrir aukinni framleiðslu vatnsorku og að vega beri umhverfisþætti virkjana á móti loftslagsþáttum, hagkvæmni og arðsemi.[ii] Með stefnu Noregs að leiðarljósi, ætti Ísland að auka raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki minnka hana, vegna loftslagsbreytinga, og vega þau áhrif virkjana heima og heiman á móti staðbundnum umhverfisáhrifum á landsvæði. Slík kallar á alveg nýja nálgun m.a. í rammaáætlun. Því hefur verið haldið fram að olíuleit og olíuvinnsla á Drekasvæðinu gæti haft í för með sér víðtæk og eftir atvikum óafturkræf umhverfisáhrif. Starfsemin sé leikur að eldinum. Áhætta. Og nú hafa loftslagsmálin bæst við sem nýr áhættuþáttur. Óvissa um afleiðingar tiltekinnar starfsemi er ævinlega til staðar. Allri óvissu um áhættusama starfsemi verður einungis eytt með engri starfsemi. Duga þessi rök fyrir því að hætta leit og stöðva frekari starfsemi á Drekasvæðinu? Er æskilegt út frá markmiðum Parísarsamkomulagsins að hafna vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Helstu ögranir og áhættuþættir vegna starfsemi á Drekasvæðinu felast í svæðinu sjálfu; ísingu og myrkri að vetri og þoku að sumri, viðkvæmu norðurslóðaumhverfi og fjarlægð frá landi. Með sambærilegu regluverki og gildir í Noregi, byggðu á meira en 40 ára reynslu Norðmanna, eru þessir þætti allir vel yfirstíganlegir og áhættulitlir. Ekkert stórslys hefur átt sér stað á norska landgrunninu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og hvorki hafa orðið umhverfisslys né óafturkræf náttúruspjöll. Nú eru í gildi tvö rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu. Leyfin kveða á um fyrirheit að vinnsluleyfum í 30 ár, annars vegar frá árinu 2023 og hins vegar 2026, finnist vinnanleg olía/gas á svæðinu. Gert er ráð fyrir að unnið verði eftir sambærilegu öryggisregluverki og því norska. Norsk stjórnvöld hafa talið mikilvægt að laða til sín mikils metin öflug fyrirtæki, en gæta um leið fyllsta öryggis við vinnsluna, einnig vegna umhverfisþátta. Mikilvægt sé að standa vörð um orðstír þjóðarinnar og atvinnulíf og að þjóðin njóti arðs af auðlindinni. Leyfishafar á Drekasvæðinu eru viðurkennd, reynslumikil olíufyrirtæki frá Kína og Kanada, með norska ríkisolíufélagið Petoro að bakhjarli í báðum leyfunum. Ætla má að þessi fyrirtæki hafi kostað nær þremur miljörðum króna til rannsókna á Drekasvæðinu. Þá koma til árleg leyfisgjöld, um 86 milljónir á ári. Skatttekjur af kolvetnisvinnslu eru 5% framleiðsluskattur, 20% tekjuskattur og svo sérstakur kolvetnisskattur sem hlutfall af hagnaði, 45%. Það er því augljóst að auðlindagjald af kolvetnisvinnslu er langt umfram auðlindagjald af öðrum auðlindum þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnast. Eins og þekkt er hefur norska ríkið sett á laggirnar sérstakan innviðasjóð, olíusjóðinn, þar sem vextir af höfuðstól sjóðsins, ekki sjóðurinn sjálfur, er nýttur til innviðauppbyggingar í samræmi við sjálfbærnisjónarmið. Slíkan innviðasjóð mætti byggja upp hér á landi og tryggja þannig sjálfbæra olíu- og gasvinnslu. Riftun Íslands á núverandi leyfum, svo sem vegna umhverfissjónarmiða eða af öðrum ástæðum sem ekki varða vanefndir leyfishafa sjálfra, hefði án efa í för með miljarða kostnað fyrir íslenska ríkið, að ýtrustu bótakröfum leyfishafa virtum og því vart raunhæfur kostur. Til að uppfylla Parísarsamkomulagið, til skemmri tíma, lögðu stjórnmálaflokkarnir, fyrir kosningarnar í október sl., áherslu á m.a. landgræðslu og endurheimt votlendis og sumir á lokun álvera.[iii] Þýskaland gæti, að mati höfundar þessarar greinar, líklega uppfyllt sáttmálann með því að skipta út kolum fyrir gas við raforkuframleiðslu. Um helmingur raforku í Þýskalandi í dag kemur frá brennslu kola. Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa lýst sig andsnúin frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og telja hana ekki samræmast markmiðum í loftslagsmálum. En er það svo? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að olía/gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola, sem nú nema tæpum þriðjungi að vægi við orkuframleiðslu heimsins, og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Það þarf að hugsa dæmið í heild og staldra við í raunveruleikanum þegar stefnumörkun í loftslagsmálum er mótuð. Sú umræða er í það minnsta einnar messu virði. [i] https://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Agreement [ii] Stortingsmeldning 25 2015-2016, Energipolitikken mot 2030 [iii] https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/26/hver_er_stefnan_um_framtid_jardar/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Miðað við þær aðgerðir sem þjóðir heims hafa boðað er þó ekki útlit fyrir að þau markmið náist nema gripið verði til róttækari aðgerða. Nú hafa um 200 þjóðir samþykkt samkomulagið þar með talin Bandaríkin sem svara fyrir 17,89% gróðurhúsalofttegunda, Kína 20,09%, Þýskaland 2,56% og Ísland 0,09%[i]. Umhverfisverndarsamtök hafa höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíutengdrar starfsemi á norðurslóðum og telja hana fara gegn m.a. Parísarsamkomulaginu sem Noregur hefur samþykkt. Stangast olíuvinnsla á við markmið Parísarsamkomulagsins? Um 29% af orkuframleiðslu heimsins kemur frá brennslu kola. Olíu, um 31%. Gas stendur fyrir 21%, kjarnorka 5%, vatnsorka 3%, lífefnaolía 10%, sól, vindur og aðrir endurnýjanlegir orkugjafar svo sem jarðvarmavirkjanir framleiddu einungis um 1% sama ár, árið 2013. Árið 2040 verður þetta hlutfall nokkuð svipað, þá hefur mannkyni fjölgað úr 7 milljörðum manna í 10. Alþjóða orkumálastofnunin gerir þó ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar hafi aukið hlut sinn úr 1% í 5%. Til að bregðast við loftslagsbreytingunum þarf umfram allt að skipta út kolum fyrir gas eða olíu þar sem þess er kostur, auka endurnýjanlega orkukosti og breyta afstöðu fólks til orkusparnaðar. Af endurnýjanlegum kostum eigum við Íslendingar marga góða, bæði í jarðvarma, vatnsafli, vindorku og sjávarföllum. Með endurskoðaðri orkustefnu í Noregi er m.a. gert ráð fyrir aukinni framleiðslu vatnsorku og að vega beri umhverfisþætti virkjana á móti loftslagsþáttum, hagkvæmni og arðsemi.[ii] Með stefnu Noregs að leiðarljósi, ætti Ísland að auka raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki minnka hana, vegna loftslagsbreytinga, og vega þau áhrif virkjana heima og heiman á móti staðbundnum umhverfisáhrifum á landsvæði. Slík kallar á alveg nýja nálgun m.a. í rammaáætlun. Því hefur verið haldið fram að olíuleit og olíuvinnsla á Drekasvæðinu gæti haft í för með sér víðtæk og eftir atvikum óafturkræf umhverfisáhrif. Starfsemin sé leikur að eldinum. Áhætta. Og nú hafa loftslagsmálin bæst við sem nýr áhættuþáttur. Óvissa um afleiðingar tiltekinnar starfsemi er ævinlega til staðar. Allri óvissu um áhættusama starfsemi verður einungis eytt með engri starfsemi. Duga þessi rök fyrir því að hætta leit og stöðva frekari starfsemi á Drekasvæðinu? Er æskilegt út frá markmiðum Parísarsamkomulagsins að hafna vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Helstu ögranir og áhættuþættir vegna starfsemi á Drekasvæðinu felast í svæðinu sjálfu; ísingu og myrkri að vetri og þoku að sumri, viðkvæmu norðurslóðaumhverfi og fjarlægð frá landi. Með sambærilegu regluverki og gildir í Noregi, byggðu á meira en 40 ára reynslu Norðmanna, eru þessir þætti allir vel yfirstíganlegir og áhættulitlir. Ekkert stórslys hefur átt sér stað á norska landgrunninu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og hvorki hafa orðið umhverfisslys né óafturkræf náttúruspjöll. Nú eru í gildi tvö rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu. Leyfin kveða á um fyrirheit að vinnsluleyfum í 30 ár, annars vegar frá árinu 2023 og hins vegar 2026, finnist vinnanleg olía/gas á svæðinu. Gert er ráð fyrir að unnið verði eftir sambærilegu öryggisregluverki og því norska. Norsk stjórnvöld hafa talið mikilvægt að laða til sín mikils metin öflug fyrirtæki, en gæta um leið fyllsta öryggis við vinnsluna, einnig vegna umhverfisþátta. Mikilvægt sé að standa vörð um orðstír þjóðarinnar og atvinnulíf og að þjóðin njóti arðs af auðlindinni. Leyfishafar á Drekasvæðinu eru viðurkennd, reynslumikil olíufyrirtæki frá Kína og Kanada, með norska ríkisolíufélagið Petoro að bakhjarli í báðum leyfunum. Ætla má að þessi fyrirtæki hafi kostað nær þremur miljörðum króna til rannsókna á Drekasvæðinu. Þá koma til árleg leyfisgjöld, um 86 milljónir á ári. Skatttekjur af kolvetnisvinnslu eru 5% framleiðsluskattur, 20% tekjuskattur og svo sérstakur kolvetnisskattur sem hlutfall af hagnaði, 45%. Það er því augljóst að auðlindagjald af kolvetnisvinnslu er langt umfram auðlindagjald af öðrum auðlindum þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnast. Eins og þekkt er hefur norska ríkið sett á laggirnar sérstakan innviðasjóð, olíusjóðinn, þar sem vextir af höfuðstól sjóðsins, ekki sjóðurinn sjálfur, er nýttur til innviðauppbyggingar í samræmi við sjálfbærnisjónarmið. Slíkan innviðasjóð mætti byggja upp hér á landi og tryggja þannig sjálfbæra olíu- og gasvinnslu. Riftun Íslands á núverandi leyfum, svo sem vegna umhverfissjónarmiða eða af öðrum ástæðum sem ekki varða vanefndir leyfishafa sjálfra, hefði án efa í för með miljarða kostnað fyrir íslenska ríkið, að ýtrustu bótakröfum leyfishafa virtum og því vart raunhæfur kostur. Til að uppfylla Parísarsamkomulagið, til skemmri tíma, lögðu stjórnmálaflokkarnir, fyrir kosningarnar í október sl., áherslu á m.a. landgræðslu og endurheimt votlendis og sumir á lokun álvera.[iii] Þýskaland gæti, að mati höfundar þessarar greinar, líklega uppfyllt sáttmálann með því að skipta út kolum fyrir gas við raforkuframleiðslu. Um helmingur raforku í Þýskalandi í dag kemur frá brennslu kola. Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa lýst sig andsnúin frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og telja hana ekki samræmast markmiðum í loftslagsmálum. En er það svo? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að olía/gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola, sem nú nema tæpum þriðjungi að vægi við orkuframleiðslu heimsins, og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Það þarf að hugsa dæmið í heild og staldra við í raunveruleikanum þegar stefnumörkun í loftslagsmálum er mótuð. Sú umræða er í það minnsta einnar messu virði. [i] https://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Agreement [ii] Stortingsmeldning 25 2015-2016, Energipolitikken mot 2030 [iii] https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/26/hver_er_stefnan_um_framtid_jardar/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun