LeBron James gefur safni 283 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 15:00 LeBron James. Vísir/Getty NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James. Box NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James.
Box NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira