Lífið

Hall­dóra er harðasti iðnaðar­maður Ís­lands 2016

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldóra þegar hún tók við verðlaununum á föstudaginn.
Halldóra þegar hún tók við verðlaununum á föstudaginn.
Boli og Würth á Íslandi í samstarfi við X977 völdu Harðasta Iðnaðarmanninn árið 2016.

Blikksmiðurinn Halldóra Þorvarðardóttir stóð uppi sem sigurvegari en hún er 74 ára og hefur verið að vinna sem blikksmiður í yfir 30 ár og ekkert farin að hugsa um að hætta.

Hún var einnig fyrsta kona á Íslandi sem keyrði strætó. Ásamt því að vera duglegasta manneskja sem til er og með stærri „byssur“ en margir að þá er hún besta amma í heiminum.

Halldór í raun rústaði kosningunni og er svo sannarlega harðasti iðnaðarmaðurinn á Íslandi. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá verðlaunaafhendingunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×