Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. nóvember 2016 11:08 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. vísir/daníel Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við eignasölur Landsbankans á árunum 2010-2016. Sala bankans á eignarhlut sínum í fyrirtækjum í lokuðu ferli er gagnrýnd og telur Ríkisendurskoðun í sumum tilvikum hafi fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, Eignasala Landsbankans hf. 2010-2016, sem ekki síst var unnin vegna mikillar gagnrýni sem fram kom á sölu Landsbankans í hlut í Borgun í desember 2014. Í skýrslunni segir að verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ára hafi ekki verið að öllu leyti í samræmi við álit Samkeppniseftirlitsins frá 2008, reglur Samtaka fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja frá 2010 og Eigandastefnu ríkisins frá 2009.Mikil reiði var vegna Borgunarmálsins.vísir/stefánSala á Borgun fór fram í lokuðu ferli. Sú sala er gagnrýnd í skýrslunni en einnig sala bankans á eignarhlutum sínum í Vestia hf. (2010), Icelandic Group hf. (2010), Promens hf. (2011), Framtakssjóði Íslands slhf. og IEI slhf. (2014), Borgun hf. (2014) og Valitor hf. (2014). „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt reglum sem bankinn setti sér um sölu svokallaðra fullnustueigna árið 2010, eigna sem hann tekur yfirvegna greiðslufalls lántakenda, var lögð áhersla á opið og gagnsætt söluferli. Ekki voru settar sambærilegar reglur um sölu annarra eigna fyrr en í október á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að af þessum sökum taldi bankinn sig geta selt slíkar eignir í lokuðu ferli ef það þjónaði hagsmunum hans best. Telu Ríkisendurskoðun að þetta verklag hafi í sumum tilvikum skaðað orðspor bankans og valdið því að ekki var alltaf látið á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar en raun bar vitni. Einnig kemur fram að stjórnendur bankans hafi gert sér grein fyrir því árið 2010 að reglunar sem bankinn setti sér sjálfur myndu verða til þess að bankinn yrði gagnrýndur fyrir að selja eignarhaldsfélagið Vestia ehf. í lokuðu ferli. Fjallað var um þetta frávik frá reglum bankans á bankaráðsfundum og í lögfræðiáliti var vakin athygli á því að frávik bankans frá eigin starfsreglum eða verkferlum gætu verið túlkuð sem brot á ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki um góða viðskiptahætti. Auk þess settu slík frávik trúverðugleika bankans í hættu. Taldi Bankaráð að mikilvægt væri að rökstyðja ákvörðunina vel. Engu að síður samþykkti bankaráðið söluna á Vestia og það sama gerðist þegar bankinn seldi eignarhluti sína í öðrum félögum, m.a. greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf., í lokuðu ferli án þess að rökstyðja þær ákvarðanir fyrirfram.Landsbankinn taldi Borgun ekki jafn vermætt árið 2014 og það er talið í dag.Vísir/ERNIR„Engan veginn staðið nógu vel að eignasölu“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bankinn einnig gagnrýndur fyrir að hafa gengið beint til samninga við hóp fjárfesta og stjórnenda Borgunar sem höfðu yfirburðaþekkingu á félaginu og án þess að jafna aðstöðumuninn sem í þessu fólst með nákvæmri skoðun eða opnu söluferli. Telur Ríkisendurskoðun að nægur tími hafi verið til stefnu til að hefja opið söluferli. Bankinn hafi einnig samþykkt það kauptilboð sem barst, um 2,2 milljarða króna, „án þess að gæta að hugsanlegum verðmætum sem fylgdu eignarhlutnum og ekki voru tilgreind sérstaklega í tilboðinu.“ Eftir söluna fékk Borgun um 6,5 milljarða króna greidda við sölu Visa Europe til Visa International. Landsbankinn sagðist ekki hafa vitað af þessum valrétti og gagnrýnir Ríkisendurskoðun að ekki hafi verið leitað til sérfræðinga bankans í greiðslukortamálum við söluna á Borgun sem hafi haft vitneskju um valréttinn. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun bankann fyrir að hafa ekki framkvæmt laga- og tæknilega áreiðanleikakönnun með því að skoða þau gögn sem fyrirtækið sem bæði bankinn og fulltrúar kauenda fengu aðgang að í rafrænu gagnaherbergi. „Þegar allt þetta er haft í huga má telja að Landsbankinn hafi engan veginn staðið nógu vel að eignasölu sinni og gagnrýnir Ríkisendurskoðun þau vinnubrögð,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Fimm ábendingar til bankans og ráðuneytisBeinir Ríkisendurskoðun fjórum ábendingum til Landsbankans og einni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Telur Ríkisendurskoðun að bankaráðið þurfi að grípa til aðgerða til að endurreisa orðspor Landsbankans. Bankinn þurfi að tryggja að eigandastefnu ríkisins og öðrum reglum sem eiga að stuðla að góðum stjórnarháttum og heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum á fjármálamarkað sé fylgt. Þá þurfi að tryggja að starfsreglum bankans sé fylgt, bæta þurfi úr skjölun gagna og að mikilvægt er að gögn Landsbankans og dótturfélaga hans sem varða mikilvægar ákvarðanatökur séu skjöluð og varðveitt innan bankans. Þá segir Ríkisendurskoðun að óæskilegt sé að bankastjóri sitji í stórn dótturfélaga bankans. Fjármála- og efnahagsráðuneytið þarf einnig, að mati Ríkisendurskoðunar, að þær reglur ogeigandastefnur sem gilda um eignasölur ríkisins og fyrirtækja í þess eigu til endurskoðunar með það fyrir augum að skerpa á þeim. Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgu„Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans.Lesa má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér. Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við eignasölur Landsbankans á árunum 2010-2016. Sala bankans á eignarhlut sínum í fyrirtækjum í lokuðu ferli er gagnrýnd og telur Ríkisendurskoðun í sumum tilvikum hafi fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, Eignasala Landsbankans hf. 2010-2016, sem ekki síst var unnin vegna mikillar gagnrýni sem fram kom á sölu Landsbankans í hlut í Borgun í desember 2014. Í skýrslunni segir að verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ára hafi ekki verið að öllu leyti í samræmi við álit Samkeppniseftirlitsins frá 2008, reglur Samtaka fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja frá 2010 og Eigandastefnu ríkisins frá 2009.Mikil reiði var vegna Borgunarmálsins.vísir/stefánSala á Borgun fór fram í lokuðu ferli. Sú sala er gagnrýnd í skýrslunni en einnig sala bankans á eignarhlutum sínum í Vestia hf. (2010), Icelandic Group hf. (2010), Promens hf. (2011), Framtakssjóði Íslands slhf. og IEI slhf. (2014), Borgun hf. (2014) og Valitor hf. (2014). „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt reglum sem bankinn setti sér um sölu svokallaðra fullnustueigna árið 2010, eigna sem hann tekur yfirvegna greiðslufalls lántakenda, var lögð áhersla á opið og gagnsætt söluferli. Ekki voru settar sambærilegar reglur um sölu annarra eigna fyrr en í október á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að af þessum sökum taldi bankinn sig geta selt slíkar eignir í lokuðu ferli ef það þjónaði hagsmunum hans best. Telu Ríkisendurskoðun að þetta verklag hafi í sumum tilvikum skaðað orðspor bankans og valdið því að ekki var alltaf látið á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar en raun bar vitni. Einnig kemur fram að stjórnendur bankans hafi gert sér grein fyrir því árið 2010 að reglunar sem bankinn setti sér sjálfur myndu verða til þess að bankinn yrði gagnrýndur fyrir að selja eignarhaldsfélagið Vestia ehf. í lokuðu ferli. Fjallað var um þetta frávik frá reglum bankans á bankaráðsfundum og í lögfræðiáliti var vakin athygli á því að frávik bankans frá eigin starfsreglum eða verkferlum gætu verið túlkuð sem brot á ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki um góða viðskiptahætti. Auk þess settu slík frávik trúverðugleika bankans í hættu. Taldi Bankaráð að mikilvægt væri að rökstyðja ákvörðunina vel. Engu að síður samþykkti bankaráðið söluna á Vestia og það sama gerðist þegar bankinn seldi eignarhluti sína í öðrum félögum, m.a. greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf., í lokuðu ferli án þess að rökstyðja þær ákvarðanir fyrirfram.Landsbankinn taldi Borgun ekki jafn vermætt árið 2014 og það er talið í dag.Vísir/ERNIR„Engan veginn staðið nógu vel að eignasölu“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bankinn einnig gagnrýndur fyrir að hafa gengið beint til samninga við hóp fjárfesta og stjórnenda Borgunar sem höfðu yfirburðaþekkingu á félaginu og án þess að jafna aðstöðumuninn sem í þessu fólst með nákvæmri skoðun eða opnu söluferli. Telur Ríkisendurskoðun að nægur tími hafi verið til stefnu til að hefja opið söluferli. Bankinn hafi einnig samþykkt það kauptilboð sem barst, um 2,2 milljarða króna, „án þess að gæta að hugsanlegum verðmætum sem fylgdu eignarhlutnum og ekki voru tilgreind sérstaklega í tilboðinu.“ Eftir söluna fékk Borgun um 6,5 milljarða króna greidda við sölu Visa Europe til Visa International. Landsbankinn sagðist ekki hafa vitað af þessum valrétti og gagnrýnir Ríkisendurskoðun að ekki hafi verið leitað til sérfræðinga bankans í greiðslukortamálum við söluna á Borgun sem hafi haft vitneskju um valréttinn. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun bankann fyrir að hafa ekki framkvæmt laga- og tæknilega áreiðanleikakönnun með því að skoða þau gögn sem fyrirtækið sem bæði bankinn og fulltrúar kauenda fengu aðgang að í rafrænu gagnaherbergi. „Þegar allt þetta er haft í huga má telja að Landsbankinn hafi engan veginn staðið nógu vel að eignasölu sinni og gagnrýnir Ríkisendurskoðun þau vinnubrögð,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.Fimm ábendingar til bankans og ráðuneytisBeinir Ríkisendurskoðun fjórum ábendingum til Landsbankans og einni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Telur Ríkisendurskoðun að bankaráðið þurfi að grípa til aðgerða til að endurreisa orðspor Landsbankans. Bankinn þurfi að tryggja að eigandastefnu ríkisins og öðrum reglum sem eiga að stuðla að góðum stjórnarháttum og heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum á fjármálamarkað sé fylgt. Þá þurfi að tryggja að starfsreglum bankans sé fylgt, bæta þurfi úr skjölun gagna og að mikilvægt er að gögn Landsbankans og dótturfélaga hans sem varða mikilvægar ákvarðanatökur séu skjöluð og varðveitt innan bankans. Þá segir Ríkisendurskoðun að óæskilegt sé að bankastjóri sitji í stórn dótturfélaga bankans. Fjármála- og efnahagsráðuneytið þarf einnig, að mati Ríkisendurskoðunar, að þær reglur ogeigandastefnur sem gilda um eignasölur ríkisins og fyrirtækja í þess eigu til endurskoðunar með það fyrir augum að skerpa á þeim. Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgu„Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans.Lesa má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22