Fótbolti

Annað tap Randers í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur lék allan leikinn í miðri vörn Bröndby.
Hjörtur lék allan leikinn í miðri vörn Bröndby. vísir/getty
Randers tapaði sínum öðrum leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið mætti Bröndby í kvöld. Lokatölur 0-1, Bröndby í vil.

Christian Jakobsen skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Hann kom þá boltanum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni sem stóð í marki Randers að vanda.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í miðri vörn Bröndby sem er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig, níu stigum á eftir toppliði FC Köbenhavn. Randers er í 4. sætinu með 32 stig.

Fyrr í kvöld vann Nordsjælland 2-1 sigur á Horsens.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens en var tekinn af velli sjö mínútum fyrir leikslok. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Nordsjælland.

Liðin eru jöfn að stigum í 7.-8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×