Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 67-70 | Stjarnan upp að hlið KR Kristinn Páll Teitsson í Schenker-höllinni skrifar 9. desember 2016 22:45 Haukar spiluðu frábæra vörn en náðu ekki að lands sigrinum. Hér fær Hlynur Bæringsson alvöru móttökur í teignum. Vísir/Anton Stjarnan vann annan leik sinn í röð í Dominos-deild karla 70-67 gegn Haukum í DB-Schenker höllinni í Dominos-deild karla í kvöld. Eftir að hafa byrjað leikinn hroðalega voru taugar Garðbæinga sterkari á lokasprettinum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sóknarlega var lítið sem ekkert í fréttum hjá Stjörnunni framan af, menn voru ragir til að taka skot og boltinn gekk illa milli manna. Haukar voru í raun klaufar að nýta sér það ekki betur en munurinn var níu stig að fyrsta leikhluta loknum 18-9. Stjarnan vann sig inn í leikinn á varnarleiknum og jafnaði metin undir lok þriðja leikhluta. Var því allt í járnum fyrir lokaleikhlutann á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikhlutann betur en þegar Stjarnan fór að hitta úr þriggja stiga skotunum þá réði það úrslitum í leiknum. Lauk leiknum með þriggja stiga sigri Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Á góðum degi hjá Haukum hefðu stigin farið til Hauka en eigin klaufagangur gerði það að verkum að Stjarnan hélt lífi í leiknum framan af. Haukar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn gat auðveldlega verið mun stærri þegar Garðbæingar vöknuðu til lífsins. Á lokasprettinum fóru þriggja stiga körfurnar að detta hjá lykilleikmönnum Stjörnunnar en Haukum tókst ekki að jafna metin eftir tvo þrista í röð frá Justin Shouse og Devon Austin. Ekki besti leikur Stjörnunnar á tímabilinu og liðið getur mætt ekki með þetta hugarfar til leiks í fleiri leikjum en þrátt fyrir það taka þeir stigin tvö.Bestu menn vallarins: Sherrod Wright bar sóknarleik Hauka á herðum sér lengi vel í leiknum og lauk leik með tvöfalda tvennu, 31 stig og 13 fráköst ásamt því að gefa fimm stoðsendingar en einn annar leikmaður Hauka komst í tveggja stafa tölu í stigaskorun. Hlynur Bæringsson var duglegur að ýta mönnum inn í teignum og sækja villur en Haukarnir áttu í basli með hann þegar Garðbæingar sóttu inn í teiginn. Þriggja stiga skotin voru ekki að detta hjá Hlyni í dag (0/6) en hann fann sér leið til að koma stigum á töfluna. Marvin Valdimarsson kom öflugur inn af bekknum þær mínútur sem hann fékk og var með ellefu stig en það er áhyggjuefni fyrir Stjörnuna að hann fór er virtist sárþjáður af velli eftir að hafa fengið högg á úlnliðinn.Tölfræði sem vakti athygli: Stjarnan var aðeins með níu stig eftir fyrsta leikhluta eftir að hafa komist 4-0 yfir en gestirnir hittu aðeins úr tveimur skotum úr opnum leik. Komu fimm stig af níu af vítalínunni hjá Stjörnunni og var Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, skiljanlega ósáttur með sóknarleikinn ásamt varnarleik liðsins eftir fyrsta leikhluta.Hvað gekk illa? Haukar lentu í villuvandræðum snemma leiks með Hauk Óskarsson og Hjálmar Stefánsson í aðalflokki. Fengu þeir báðir þrjár villur snemma leiks en Haukur lék aðeins rúmlega níu mínútur í kvöld eftir að hafa fengið sína fimmtu villu. Þá voru gestirnir úr Garðabæ að hitta illa úr þriggja stiga skotunum fram að lokamínútunum þegar skotin tvö féllu. Var liðið aðeins búið að hitta úr 20,6% skota sinna fyrir aftan þriggja stiga línuna fram að því. Finnur Atli: Lærði það frá Fannari að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum„Þeir hittu úr stóru skotunum en við klúðruðum þegar við fengum tækifæri til, það er það sem skilur liðin að í kvöld,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Justin og Devon settu niður tvo stóra þrista en þegar við fengum jafn opin færi þá duttu þau ekki niður. Þeir náðu að ýta okkur út úr því sem við vorum að gera vel og tóku sigurinn fyrir vikið.“ Finnur viðurkenndi að hann væri meðal sökudólganna fyrir því að Haukar væru ekki með stærra forskot eftir fyrsta leikhluta. „Þeir náðu ágætis kafla þarna þegar við erum að klúðra auðveldum skotum, þar á meðal ég. Þeir fóru að hitta vel og gerðu þetta að leik á ný,“ sagði Finnur sem fékk högg á ökklann og það kom að sök í tveimur sniðskotum. „Ég lærði það frá Fannari Ólafssyni að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum. Maður teipar þetta og heldur áfram en ég fann til í ökklanum. Maður hugsar alltaf um það þegar högg kemur á ökklann. Ég ætlaði að stökkva upp og klára þetta en eymslin í ökklanum voru að stríða mér. Þetta var ekki nógu gott af minni hálfu.“ Finnur sagðist vera tilbúinn fyrir háðsglósurnar þegar atvikið verður skoðað af fyrrum liðsfélaga hans, Fannari í Körfuboltakvöldi. „Ég veit alveg að hann mun taka þetta fyrir en maður er með breitt bak,“ sagði hann léttur að lokum. Hrafn: Þakklátur en á sama tíma reiður yfir spilamennskunni„Þetta eru blendnar tilfinningar, ég er þakklátur fyrir sigurinn en á sama tíma reiður sem er ekki þægilegt eftir sigurleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður út í leik kvöldsins. „Við gerðum ekkert af því sem við ræddum um fyrir leikinn og mér fannst við koma allt of flatir inn í leikinn. Það er ekki boðlegt í þessari deild þar sem öll lið geta unnið hvort annað.“ Hrafn sendi mönnum skilaboð fyrir næsta leik. „Við erum ekki í þeirri stöðu að geta sparað okkur eftir styrkleika mótherja. Ég býst við því að strákarnir komi gjörsamlega trylltir í næsta leik gegn KR. Ég trúi því að það blundi nógu mikið stolt í strákunum að þeir mæti allt öðruvísi inn í þann leik.“ Sóknarleikurinn var dapur og ekki var varnarleikurinn betri framan af en Haukum mistókst að nýta sér það. „Höfum það á hreinu, þeir missa 4-5 auðveld sniðskot (e. layup) eflaust út af því að þeir trúðu því ekki að hjálparvörnin væri ekki að koma. Í eðlilegri sókn hefði hjálparvörnin komið en hún var oft hvergi sjáanleg.“ Hrafn gat lítið dreift álaginu í kvöld en honum fannst gott að sjá lærisveina sína hafa orkuna til að klára leikinn. „Ég gat ekki róterað nógu mikið eins og ég hefði viljað og ég var hræddur um að þeir yrðu bensínlausir en þeir eru búnir að æfa vel, í góðu standi og stóðust þetta próf.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Stjarnan vann annan leik sinn í röð í Dominos-deild karla 70-67 gegn Haukum í DB-Schenker höllinni í Dominos-deild karla í kvöld. Eftir að hafa byrjað leikinn hroðalega voru taugar Garðbæinga sterkari á lokasprettinum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sóknarlega var lítið sem ekkert í fréttum hjá Stjörnunni framan af, menn voru ragir til að taka skot og boltinn gekk illa milli manna. Haukar voru í raun klaufar að nýta sér það ekki betur en munurinn var níu stig að fyrsta leikhluta loknum 18-9. Stjarnan vann sig inn í leikinn á varnarleiknum og jafnaði metin undir lok þriðja leikhluta. Var því allt í járnum fyrir lokaleikhlutann á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikhlutann betur en þegar Stjarnan fór að hitta úr þriggja stiga skotunum þá réði það úrslitum í leiknum. Lauk leiknum með þriggja stiga sigri Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Á góðum degi hjá Haukum hefðu stigin farið til Hauka en eigin klaufagangur gerði það að verkum að Stjarnan hélt lífi í leiknum framan af. Haukar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn gat auðveldlega verið mun stærri þegar Garðbæingar vöknuðu til lífsins. Á lokasprettinum fóru þriggja stiga körfurnar að detta hjá lykilleikmönnum Stjörnunnar en Haukum tókst ekki að jafna metin eftir tvo þrista í röð frá Justin Shouse og Devon Austin. Ekki besti leikur Stjörnunnar á tímabilinu og liðið getur mætt ekki með þetta hugarfar til leiks í fleiri leikjum en þrátt fyrir það taka þeir stigin tvö.Bestu menn vallarins: Sherrod Wright bar sóknarleik Hauka á herðum sér lengi vel í leiknum og lauk leik með tvöfalda tvennu, 31 stig og 13 fráköst ásamt því að gefa fimm stoðsendingar en einn annar leikmaður Hauka komst í tveggja stafa tölu í stigaskorun. Hlynur Bæringsson var duglegur að ýta mönnum inn í teignum og sækja villur en Haukarnir áttu í basli með hann þegar Garðbæingar sóttu inn í teiginn. Þriggja stiga skotin voru ekki að detta hjá Hlyni í dag (0/6) en hann fann sér leið til að koma stigum á töfluna. Marvin Valdimarsson kom öflugur inn af bekknum þær mínútur sem hann fékk og var með ellefu stig en það er áhyggjuefni fyrir Stjörnuna að hann fór er virtist sárþjáður af velli eftir að hafa fengið högg á úlnliðinn.Tölfræði sem vakti athygli: Stjarnan var aðeins með níu stig eftir fyrsta leikhluta eftir að hafa komist 4-0 yfir en gestirnir hittu aðeins úr tveimur skotum úr opnum leik. Komu fimm stig af níu af vítalínunni hjá Stjörnunni og var Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, skiljanlega ósáttur með sóknarleikinn ásamt varnarleik liðsins eftir fyrsta leikhluta.Hvað gekk illa? Haukar lentu í villuvandræðum snemma leiks með Hauk Óskarsson og Hjálmar Stefánsson í aðalflokki. Fengu þeir báðir þrjár villur snemma leiks en Haukur lék aðeins rúmlega níu mínútur í kvöld eftir að hafa fengið sína fimmtu villu. Þá voru gestirnir úr Garðabæ að hitta illa úr þriggja stiga skotunum fram að lokamínútunum þegar skotin tvö féllu. Var liðið aðeins búið að hitta úr 20,6% skota sinna fyrir aftan þriggja stiga línuna fram að því. Finnur Atli: Lærði það frá Fannari að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum„Þeir hittu úr stóru skotunum en við klúðruðum þegar við fengum tækifæri til, það er það sem skilur liðin að í kvöld,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Justin og Devon settu niður tvo stóra þrista en þegar við fengum jafn opin færi þá duttu þau ekki niður. Þeir náðu að ýta okkur út úr því sem við vorum að gera vel og tóku sigurinn fyrir vikið.“ Finnur viðurkenndi að hann væri meðal sökudólganna fyrir því að Haukar væru ekki með stærra forskot eftir fyrsta leikhluta. „Þeir náðu ágætis kafla þarna þegar við erum að klúðra auðveldum skotum, þar á meðal ég. Þeir fóru að hitta vel og gerðu þetta að leik á ný,“ sagði Finnur sem fékk högg á ökklann og það kom að sök í tveimur sniðskotum. „Ég lærði það frá Fannari Ólafssyni að maður kvartar ekki undan ökklameiðslum. Maður teipar þetta og heldur áfram en ég fann til í ökklanum. Maður hugsar alltaf um það þegar högg kemur á ökklann. Ég ætlaði að stökkva upp og klára þetta en eymslin í ökklanum voru að stríða mér. Þetta var ekki nógu gott af minni hálfu.“ Finnur sagðist vera tilbúinn fyrir háðsglósurnar þegar atvikið verður skoðað af fyrrum liðsfélaga hans, Fannari í Körfuboltakvöldi. „Ég veit alveg að hann mun taka þetta fyrir en maður er með breitt bak,“ sagði hann léttur að lokum. Hrafn: Þakklátur en á sama tíma reiður yfir spilamennskunni„Þetta eru blendnar tilfinningar, ég er þakklátur fyrir sigurinn en á sama tíma reiður sem er ekki þægilegt eftir sigurleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður út í leik kvöldsins. „Við gerðum ekkert af því sem við ræddum um fyrir leikinn og mér fannst við koma allt of flatir inn í leikinn. Það er ekki boðlegt í þessari deild þar sem öll lið geta unnið hvort annað.“ Hrafn sendi mönnum skilaboð fyrir næsta leik. „Við erum ekki í þeirri stöðu að geta sparað okkur eftir styrkleika mótherja. Ég býst við því að strákarnir komi gjörsamlega trylltir í næsta leik gegn KR. Ég trúi því að það blundi nógu mikið stolt í strákunum að þeir mæti allt öðruvísi inn í þann leik.“ Sóknarleikurinn var dapur og ekki var varnarleikurinn betri framan af en Haukum mistókst að nýta sér það. „Höfum það á hreinu, þeir missa 4-5 auðveld sniðskot (e. layup) eflaust út af því að þeir trúðu því ekki að hjálparvörnin væri ekki að koma. Í eðlilegri sókn hefði hjálparvörnin komið en hún var oft hvergi sjáanleg.“ Hrafn gat lítið dreift álaginu í kvöld en honum fannst gott að sjá lærisveina sína hafa orkuna til að klára leikinn. „Ég gat ekki róterað nógu mikið eins og ég hefði viljað og ég var hræddur um að þeir yrðu bensínlausir en þeir eru búnir að æfa vel, í góðu standi og stóðust þetta próf.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti