Það er eitthvert ráðleysi í gangi hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 06:30 Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Anton Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira