Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 11:56 Illugi Gunnarsson, starfandi menntamálaráðherra. Vísir/Friðrik Þór Illugi Gunnarsson, starfandi menntamálaráðherra, segir niðurstöður nýrrar PISA-könnunar vera vonbrigði. Ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða til þess að snúa þróuninni en við en staða íslenskra nemendur hefur aldrei verið verri. Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt PISA-könununni sem nemendur í 10. bekk tóku þátt í vorið 2015 í sjötta sinn. Er Ísland undir OECD-meðaltali í þessum flokkum. „Það eru vonbrigði fyrir okkur að staðan sé þessi. Þetta er þróun sem staðið hefur yfir í nokkuð langan tíma, alveg frá 2000,“ segir Illugi í samtali við fréttastofu 365. Ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða. „Við höfum þegar gripið til aðgerða hvað varðar læsið. Við munum ekki sjá niðurstöðurnar úr því fyrr en eftir nokkur ár. Allt bendir þó til þess að það sé að ganga vel. Við munum þurfa að grípa til svipaðra aðgerða í stærfræði og náttúruvísindum.“ Illugi segir einnig að íslenska menntakerfið þurfi að standast snúning við þau lönd sem Ísland beri sig saman við en öll Norðurlöndin eru ofar á lista en Ísland. „Menntakerfið er grundvöllur undir lífskjör í landinu og okkar menntakerfi þarf að standast snúninginn við menntakerfi annarra landa þar sem við viljum hafa í það minnsta jafn góð lifskjör og eru þar.“ PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Helstu niðurstöður í PISA 2015 er varðar Ísland má sjá í viðhengi (PDF) hér að neðan. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Illugi Gunnarsson, starfandi menntamálaráðherra, segir niðurstöður nýrrar PISA-könnunar vera vonbrigði. Ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða til þess að snúa þróuninni en við en staða íslenskra nemendur hefur aldrei verið verri. Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt PISA-könununni sem nemendur í 10. bekk tóku þátt í vorið 2015 í sjötta sinn. Er Ísland undir OECD-meðaltali í þessum flokkum. „Það eru vonbrigði fyrir okkur að staðan sé þessi. Þetta er þróun sem staðið hefur yfir í nokkuð langan tíma, alveg frá 2000,“ segir Illugi í samtali við fréttastofu 365. Ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða. „Við höfum þegar gripið til aðgerða hvað varðar læsið. Við munum ekki sjá niðurstöðurnar úr því fyrr en eftir nokkur ár. Allt bendir þó til þess að það sé að ganga vel. Við munum þurfa að grípa til svipaðra aðgerða í stærfræði og náttúruvísindum.“ Illugi segir einnig að íslenska menntakerfið þurfi að standast snúning við þau lönd sem Ísland beri sig saman við en öll Norðurlöndin eru ofar á lista en Ísland. „Menntakerfið er grundvöllur undir lífskjör í landinu og okkar menntakerfi þarf að standast snúninginn við menntakerfi annarra landa þar sem við viljum hafa í það minnsta jafn góð lifskjör og eru þar.“ PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Helstu niðurstöður í PISA 2015 er varðar Ísland má sjá í viðhengi (PDF) hér að neðan.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44