Bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 21:35 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“ Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54