Mig hefur alltaf langað til að verða prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 09:45 María Rut verður vígð til prests í byrjun nýs árs og heldur þá á ný mið. Vísir/Eyþór María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira