Sport

Kúrekarnir skjóta alla niður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dez Bryant, stjarna Dallas, reynir að grípa boltann í nótt.
Dez Bryant, stjarna Dallas, reynir að grípa boltann í nótt. vísir/getty
Dallas Cowboys er hreinlega óstöðvandi en liðið vann í nótt sinn ellefta leik í röð í NFL-deildinni. Að þessu sinni vann Dallas nauman sigur í Minnesota, 15-17.

Sigurinn var þó ekki sannfærandi gegn sterkri vörn Vikings. Dallas er með 407 sóknarjarda að meðaltali í leik en náði aðeins 265 í nótt.

Nýliðaleikstjórnandi Dallas, Dak Prescott, var ekki mikið í loftinu í nótt en hann kastaði aðeins 18 sinnum og kláraði 12 af þeim sendingum fyrir 139 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki og kastaði aldrei frá sér eins og venjulega.

Hlauparanýliðinn magnaði Ezekiel Elliott hljóp með boltann 86 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann greip líka boltann fjórum sinnum fyrir 19 jördum.

Sam Bradford, leikstjórnandi Vikings, kláraði 32 af 45 sendingum sínum fyrir 247 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimark og kastaði aldrei frá sér.

Sjá má helstu tilþrif leiksins hér.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×