Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Þórunn Egilsdóttir var annar þingforseti á síðasta þingi. Þeir sem voru á undan henni í röðinni, Einar K. Guðfinnsson og Kristján Möller, eru hættir á þingi og því gegnir hún embættinu þangað til nýr þingforseti verður kosinn. Vísir/Pjetur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira