Brú yfir Fossvog forsenda uppbyggingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Hér má sjá hvar búist er við að brúin komi yfir Fossvoginn. Vísir. Átta hundruð íbúðir munu rísa á Kársnesi í framtíðinni. Þegar hefur verið samþykkt skipulag tveggja reita fyrir fjölbýlishús með um 250 íbúðum og munu framkvæmdir við þær hefjast á næsta ári. Að auki er gert ráð fyrir 550 íbúðum á þróunarsvæði vestast á Kársnesi. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjórnarskrifstofum eru þessu til viðbótar tæplega 400 íbúðir í byggingu í bryggjuhverfinu á Kársnesi sem þegar hefur verið skipulagt og er í uppbyggingu. Á svæðinu vestast á Kársnesi er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænum samgöngum, verslun og þjónustu. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Gert er ráð fyrir að uppbygging svæðisins taki á bilinu 10-20 ár en unnið hefur verið að skipulagslýsingu sem er undanfari að deiliskipulagi. Er skipulagslýsingin núna í kynningarferli hjá bænum. „Við erum auðvitað að fara í alveg gríðarlega mikla hreinsun og uppbyggingu,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Hún segir þennan stað alveg mega við hreinsuninni því svæðið hafi drabbast niður. „En við viljum snúa við þessari þróun og hefja uppbyggingu,“ segir hún. Theódóra segir að forsendan fyrir uppbyggingunni sé brúin milli Kársness og Fossvogs. „Við þurfum að styðja við uppbyggingu borgarlínunnar með góðri samgöngustefnu af því að við getum ekki farið í þessa uppbyggingu nema að við þjónustum íbúana með góðum almenningssamgöngum, góðum hjólastígum og betra flæði,“ segir Theódóra og bætir við að bærinn hafi fengið verkfræðistofu til þess að reikna út framtíðarumferðarspá. Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af Kársnesbraut, eins og hún yrði eftir breytingu. Það þurfi að bregðast við þeirri þróun sem spáð er á næstu 25-30 árum á höfuðborgarsvæðinu að íbúum fjölgi um 70 þúsund manns. „Þannig að við erum með langtímaplan og erum að horfa á þetta svæði sem langtímatækifæri,“ segir Theódóra. Væntanleg brú þarf að fara í umhverfismat og verið er að vinna að undirbúningi þess. Þrír aðilar vinna að verkefninu, en auk Kópavogs eru það Reykjavíkurborg og Vegagerðin. Blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verða áhersluatriði á Kársnesi. „Við vorum að breyta hjá okkur aðalskipulagi af því að við gerðum ekki ráð fyrir almenningssamgöngum þegar við vorum að vinna aðalskipulag á síðasta kjörtímabili. Reykjavík var með það hjá sér þannig að við erum að samræma það,“ segir Theódóra og bætir við að brúin sé ekki hugsuð fyrir almenna bílaumferð. Kópavogur tekur á móti athugasemdum og ábendingum við skipulagslýsingarnar tvær til 22. desember nk. Athugasemdir skulu sendast á skipulag@kopavogur.is eða á skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs í Fannborg 6, 200 Kópavogi. Kársnes. Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Áhugi fyrir göngu- og hjólabrú yfir Fossvog Útfærsla á rúmlega þrjú hundruð metra langri göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn var kynnt í skipulagsnefnd Kópavogs fyrr í vikunni. 24. ágúst 2012 05:45 Gegnsæ göng í stað brúarinnar Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog. 25. maí 2013 06:00 Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag "Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig. 28. nóvember 2013 06:00 Fjórir keppa áfram á Kársnesi Sundlaug úti í Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna. 4. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Átta hundruð íbúðir munu rísa á Kársnesi í framtíðinni. Þegar hefur verið samþykkt skipulag tveggja reita fyrir fjölbýlishús með um 250 íbúðum og munu framkvæmdir við þær hefjast á næsta ári. Að auki er gert ráð fyrir 550 íbúðum á þróunarsvæði vestast á Kársnesi. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjórnarskrifstofum eru þessu til viðbótar tæplega 400 íbúðir í byggingu í bryggjuhverfinu á Kársnesi sem þegar hefur verið skipulagt og er í uppbyggingu. Á svæðinu vestast á Kársnesi er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænum samgöngum, verslun og þjónustu. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Gert er ráð fyrir að uppbygging svæðisins taki á bilinu 10-20 ár en unnið hefur verið að skipulagslýsingu sem er undanfari að deiliskipulagi. Er skipulagslýsingin núna í kynningarferli hjá bænum. „Við erum auðvitað að fara í alveg gríðarlega mikla hreinsun og uppbyggingu,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Hún segir þennan stað alveg mega við hreinsuninni því svæðið hafi drabbast niður. „En við viljum snúa við þessari þróun og hefja uppbyggingu,“ segir hún. Theódóra segir að forsendan fyrir uppbyggingunni sé brúin milli Kársness og Fossvogs. „Við þurfum að styðja við uppbyggingu borgarlínunnar með góðri samgöngustefnu af því að við getum ekki farið í þessa uppbyggingu nema að við þjónustum íbúana með góðum almenningssamgöngum, góðum hjólastígum og betra flæði,“ segir Theódóra og bætir við að bærinn hafi fengið verkfræðistofu til þess að reikna út framtíðarumferðarspá. Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af Kársnesbraut, eins og hún yrði eftir breytingu. Það þurfi að bregðast við þeirri þróun sem spáð er á næstu 25-30 árum á höfuðborgarsvæðinu að íbúum fjölgi um 70 þúsund manns. „Þannig að við erum með langtímaplan og erum að horfa á þetta svæði sem langtímatækifæri,“ segir Theódóra. Væntanleg brú þarf að fara í umhverfismat og verið er að vinna að undirbúningi þess. Þrír aðilar vinna að verkefninu, en auk Kópavogs eru það Reykjavíkurborg og Vegagerðin. Blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verða áhersluatriði á Kársnesi. „Við vorum að breyta hjá okkur aðalskipulagi af því að við gerðum ekki ráð fyrir almenningssamgöngum þegar við vorum að vinna aðalskipulag á síðasta kjörtímabili. Reykjavík var með það hjá sér þannig að við erum að samræma það,“ segir Theódóra og bætir við að brúin sé ekki hugsuð fyrir almenna bílaumferð. Kópavogur tekur á móti athugasemdum og ábendingum við skipulagslýsingarnar tvær til 22. desember nk. Athugasemdir skulu sendast á skipulag@kopavogur.is eða á skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs í Fannborg 6, 200 Kópavogi. Kársnes.
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Áhugi fyrir göngu- og hjólabrú yfir Fossvog Útfærsla á rúmlega þrjú hundruð metra langri göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn var kynnt í skipulagsnefnd Kópavogs fyrr í vikunni. 24. ágúst 2012 05:45 Gegnsæ göng í stað brúarinnar Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog. 25. maí 2013 06:00 Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag "Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig. 28. nóvember 2013 06:00 Fjórir keppa áfram á Kársnesi Sundlaug úti í Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna. 4. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Áhugi fyrir göngu- og hjólabrú yfir Fossvog Útfærsla á rúmlega þrjú hundruð metra langri göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn var kynnt í skipulagsnefnd Kópavogs fyrr í vikunni. 24. ágúst 2012 05:45
Gegnsæ göng í stað brúarinnar Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog. 25. maí 2013 06:00
Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag "Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig. 28. nóvember 2013 06:00
Fjórir keppa áfram á Kársnesi Sundlaug úti í Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna. 4. febrúar 2016 07:00