Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Sunan Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 17:33 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur. Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur.
Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01