Körfubolti

Juventus með sjö stiga forskot eftir sigur í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Higuain fagnar marki sínu.
Higuain fagnar marki sínu. vísir/getty
Juventus er í góðum málum í ítölsku úrvalsdeildinni eins og undanfarin ár, en þeir eru með sjö stiga forskot á Roma eftir sigur í leik liðanna í kvöld.

Einungis eitt mark var skorað í leiknum og það var hinn rándýri Gonzalo Higuain sem skoraði sigurmarkið á fjórtándu mínútu.

Þetta var ellefta mark Higuain á leiktíðinni, en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum eftir að hann var keyptur dýrum dómum frá Napoli í sumar.

Juventus er með 42 stig á toppi deildarinnar, en Roma er í öðru sætinu með 35 stig. AC Milan kemur svo í þriðja sætinu með 33, en Milan geri markalaust jafntefli við Atalanta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×