Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 18:00 Donald Trump segir Kínverja hafa stolið kafbátnum. Vísir/GETTY/AFP Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar. Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar.
Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00
Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00