Transmanneskja á forsíðu National Geographic í fyrsta sinn Ritstjórn skrifar 17. desember 2016 12:00 Söguleg forsíða sem lætur mann fá gæsahúð. Mynd/National Geographic Hin níu ára Avery Jackson er forsíðufyrirsæta sögulegs tölublaðs National Geography. Í 130 ára sögu blaðsins er hún fyrsta transmanneskjan sem prýðir forsíðuna. Í blaðinu er fjallað um þróunina á merkingu orðsins kyn og hvernig það er skilgreint. Avery vakti mikla athygli á seinasta ári þegar hún byrjaði að setja inn sín eigin myndbönd á youtube þar sem hún lýsti meðal annars fyrir áhorfendum hvernig hún áttaði sig á því að hún væri trans og hvernig hún sagði foreldrum sínum frá því. „Það besta við að vera stelpa er að nú þarf ég ekki lengur að þykjast vera strákur,“ segir Avery einlæg í viðtalinu. Blaðið verður gefið út 27.desember og í kjölfarið kemur út heimildarmynd á vegum National Geographic og Katie Couric í febrúar um þetta sama málefni. Mest lesið Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Bannaðar í Kína Glamour
Hin níu ára Avery Jackson er forsíðufyrirsæta sögulegs tölublaðs National Geography. Í 130 ára sögu blaðsins er hún fyrsta transmanneskjan sem prýðir forsíðuna. Í blaðinu er fjallað um þróunina á merkingu orðsins kyn og hvernig það er skilgreint. Avery vakti mikla athygli á seinasta ári þegar hún byrjaði að setja inn sín eigin myndbönd á youtube þar sem hún lýsti meðal annars fyrir áhorfendum hvernig hún áttaði sig á því að hún væri trans og hvernig hún sagði foreldrum sínum frá því. „Það besta við að vera stelpa er að nú þarf ég ekki lengur að þykjast vera strákur,“ segir Avery einlæg í viðtalinu. Blaðið verður gefið út 27.desember og í kjölfarið kemur út heimildarmynd á vegum National Geographic og Katie Couric í febrúar um þetta sama málefni.
Mest lesið Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Bannaðar í Kína Glamour