Ísland átti tölu mótsins meðal allra milljarðanna sem horfðu á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 15:30 Áfram Ísland. Vísir/Samsett frá Getty Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira