Trump fær Zinke í embætti innanríkisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2016 12:55 Ryan Zinke er þingmaður Montana-ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Donald Trump hefur fengið fyrrverandi hermann sérsveitar bandaríska flotans, Navy SEAL, Ryan Zinke, til að taka að sér að gegna embætti innanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Hinn 55 ára Zinke hefur verið þingmaður Montanaríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tæp tvö ár, en átti sæti í öldungadeild Montanaríkis á árunum 2009 til 2011. Á árunum 1986 til 2008 starfaði hann í sérsveit bandaríska flotans, og undir lok starfstímans var hann yfirmaður 3.500 sérsveitarmanna í Írak. Á þingi hefur Zinke stutt tillögur um að fjölga bandarískum hermönnum í Írak til að styðja baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur hann greitt atkvæði gegn lagatillögum um að takmarka vinnslu og borun eftir olíu og gasi á norðurslóðum. Sem innanríkisráðherra mun Zinke fara með málefni sem snúa meðal annars að eignum og auðlindum bandarísku alríkisstjórnarinnar, samband við frumbyggja, borgaralegum réttindum og ýmislegt fleira. Ráðuneytið hefur því oft verið kallað „ráðuneytið fyrir allt annað“. Ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum ríkjum falla málefni lögreglu ekki undir bandaríska innanríkisráðuneytið. Donald Trump Tengdar fréttir Olíuforstjóri verður ráðherra utanríkismála Rex Tillerson, framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Exxon, verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Donald Trump hefur fengið fyrrverandi hermann sérsveitar bandaríska flotans, Navy SEAL, Ryan Zinke, til að taka að sér að gegna embætti innanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Hinn 55 ára Zinke hefur verið þingmaður Montanaríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tæp tvö ár, en átti sæti í öldungadeild Montanaríkis á árunum 2009 til 2011. Á árunum 1986 til 2008 starfaði hann í sérsveit bandaríska flotans, og undir lok starfstímans var hann yfirmaður 3.500 sérsveitarmanna í Írak. Á þingi hefur Zinke stutt tillögur um að fjölga bandarískum hermönnum í Írak til að styðja baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur hann greitt atkvæði gegn lagatillögum um að takmarka vinnslu og borun eftir olíu og gasi á norðurslóðum. Sem innanríkisráðherra mun Zinke fara með málefni sem snúa meðal annars að eignum og auðlindum bandarísku alríkisstjórnarinnar, samband við frumbyggja, borgaralegum réttindum og ýmislegt fleira. Ráðuneytið hefur því oft verið kallað „ráðuneytið fyrir allt annað“. Ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum ríkjum falla málefni lögreglu ekki undir bandaríska innanríkisráðuneytið.
Donald Trump Tengdar fréttir Olíuforstjóri verður ráðherra utanríkismála Rex Tillerson, framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Exxon, verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Olíuforstjóri verður ráðherra utanríkismála Rex Tillerson, framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Exxon, verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. 14. desember 2016 07:00