Sport

Drapst á rauðu ljósi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Floyd.
Michael Floyd. vísir/getty
Hinn sterki útherji NFL-liðsins Arizona Cardinals, Michael Floyd, er í vondum málum eftir að hafa verið tekinn dauðadrukkinn undir stýri.

Floyd var handtekinn þar sem hann hafði dáið áfengisdauða á rauðu ljósi. Hann sat undir stýri með fótinn á bremsunni og hraut er lögreglumenn bönkuðu á rúðuna.

Hann var þá nýkominn til Scottsdale frá Miami þar sem Arizona var að spila. Hann fór á blindafyllerí um leið og hann lenti.

Er lögreglan náði að vekja hann gaf hann handabendingar um að hann ætlaði sér að keyra áfram. Lögreglumennirnir skildu svo ekki orð af því sem hann var að reyna að segja. Á endanum leiddu þeir hann út úr bílnum.

Í skýrslutöku sagði Floyd hafa fengið sér einn drykk. Hann breytti svo þeirri sögu í tvo drykki.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×