Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:45 Nokkrir af þeim sem komu við sögu í umfangsmestu dómsmálum ársins í viðskiptalífinu. Vísir Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira