Gaman að auka þekkinguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2016 10:45 Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir varð fyrst kvenna til að ljúka námi sem Marel-vinnslutæknir. „Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
„Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira