Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2016 08:17 Ronaldo með Gullboltann sem hann hefur unnið fjórum sinnum. vísir/epa Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34