Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 19:20 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26