Ó, mín meðvirka þjóð Helga Vala Helgadóttir skrifar 12. desember 2016 07:00 Á dögunum fór fram ráðning í stöðu þingmanna Íslendinga. 63 manneskjur skyldu valdar úr hópi fjölda umsækjenda. Umsóknarferlið var ekkert sérstaklega langt en allir umsækjendur gerðu sitt til að telja okkur trú um ágæti sitt og ástæðu þess að þeir skyldu valdir. Á meðal umsækjenda voru einstaklingar sem áður hafa verið í vinnu hjá okkur. Þar á meðal þeir sem ekki hafa séð sér fært að mæta til vinnu undanfarna mánuði en hafa þó verið á fullum launum allan tímann. Vinnuveitendurnir vita af þessu. Við vitum að þessir tilteknu einstaklingar hafa lítið sem ekkert mætt til vinnu en gerum ekkert til að mótmæla því. Eftir að ráðið var í stöður þingmanna að nýju þann 29. október sl. hafa örfáir dagar liðið þar sem óskað hefur verið eftir starfskröftum þingmannanna en þessir sömu ekki enn séð sér fært að mæta í vinnu. Einhverra hluta vegna segjum við ekki neitt. Við látum eins og það sé fullkomlega eðlilegt að þiggja laun sem eru margföld meðallaun almenns borgara án þess að láta svo lítið að mæta til vinnu. Hvar annars staðar myndi slíkt vera samþykkt? Hvar annars staðar þætti það eðlilegt að þú tækir að þér opinbert starf og mættir bara ekkert? Er ekki kominn tími til að við fáum skrifstofustjóra Alþingis til að birta samantekt óútskýrðra fjarvista þingmanna svo við getum haft alvöru yfirsýn yfir mætingar þeirra, sem og að settar verði reglur um það hvernig taka eigi á svona skrópurum? Þetta geta ekki verið eðlileg skilaboð til annarra starfsmanna hins opinbera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Vala Helgadóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Á dögunum fór fram ráðning í stöðu þingmanna Íslendinga. 63 manneskjur skyldu valdar úr hópi fjölda umsækjenda. Umsóknarferlið var ekkert sérstaklega langt en allir umsækjendur gerðu sitt til að telja okkur trú um ágæti sitt og ástæðu þess að þeir skyldu valdir. Á meðal umsækjenda voru einstaklingar sem áður hafa verið í vinnu hjá okkur. Þar á meðal þeir sem ekki hafa séð sér fært að mæta til vinnu undanfarna mánuði en hafa þó verið á fullum launum allan tímann. Vinnuveitendurnir vita af þessu. Við vitum að þessir tilteknu einstaklingar hafa lítið sem ekkert mætt til vinnu en gerum ekkert til að mótmæla því. Eftir að ráðið var í stöður þingmanna að nýju þann 29. október sl. hafa örfáir dagar liðið þar sem óskað hefur verið eftir starfskröftum þingmannanna en þessir sömu ekki enn séð sér fært að mæta í vinnu. Einhverra hluta vegna segjum við ekki neitt. Við látum eins og það sé fullkomlega eðlilegt að þiggja laun sem eru margföld meðallaun almenns borgara án þess að láta svo lítið að mæta til vinnu. Hvar annars staðar myndi slíkt vera samþykkt? Hvar annars staðar þætti það eðlilegt að þú tækir að þér opinbert starf og mættir bara ekkert? Er ekki kominn tími til að við fáum skrifstofustjóra Alþingis til að birta samantekt óútskýrðra fjarvista þingmanna svo við getum haft alvöru yfirsýn yfir mætingar þeirra, sem og að settar verði reglur um það hvernig taka eigi á svona skrópurum? Þetta geta ekki verið eðlileg skilaboð til annarra starfsmanna hins opinbera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun