Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafnar því mati Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, honum í hag. Þetta kom fram í viðtali hans við Chris Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær. Þá sagði hann einnig að Demókratar væru að reyna að gera sem mest úr málinu vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir stórt tap í kosningunum. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtalinu. CIA tilkynnti fjölmiðlum um mat sitt á föstudaginn en rússnesk yfirvöld hafa endurtekið hafnað ásökunum Bandaríkjamanna. Trump viðurkenndi að það væri mögulegt að Rússar hafi staðið að baki tölvuárásum en bætti þó við: „Þeir hafa ekki hugmynd um hvort þetta séu Rússar, Kínverjar eða einhver sem situr á rúminu heima hjá sér.“ Þá tjáði Trump sig einnig um olíujöfurinn Rex Tillerson, sem talið er að verði utanríkisráðherra hans. „Hann er leikmaður í heimsklassa,“ sagði Trump um Tillerson, hinn 64 ára forstjóra ExxonMobil. Enn fremur tjáði hann sig um þá umdeildu ákvörðun að taka við símtali frá Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Bandaríkin hafa til þessa fylgt stefnu um eitt og sameinað Kína en Taívan, sem opinberlega heitir Lýðveldið Kína, lítur á sig sem sjálfstætt ríki. Sagði Trump að hann myndi ekki fylgja sömu stefnu og forverar sínir nema Kínverjar samþykktu breytingar á viðskiptum milli ríkjanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafnar því mati Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, honum í hag. Þetta kom fram í viðtali hans við Chris Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær. Þá sagði hann einnig að Demókratar væru að reyna að gera sem mest úr málinu vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir stórt tap í kosningunum. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtalinu. CIA tilkynnti fjölmiðlum um mat sitt á föstudaginn en rússnesk yfirvöld hafa endurtekið hafnað ásökunum Bandaríkjamanna. Trump viðurkenndi að það væri mögulegt að Rússar hafi staðið að baki tölvuárásum en bætti þó við: „Þeir hafa ekki hugmynd um hvort þetta séu Rússar, Kínverjar eða einhver sem situr á rúminu heima hjá sér.“ Þá tjáði Trump sig einnig um olíujöfurinn Rex Tillerson, sem talið er að verði utanríkisráðherra hans. „Hann er leikmaður í heimsklassa,“ sagði Trump um Tillerson, hinn 64 ára forstjóra ExxonMobil. Enn fremur tjáði hann sig um þá umdeildu ákvörðun að taka við símtali frá Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Bandaríkin hafa til þessa fylgt stefnu um eitt og sameinað Kína en Taívan, sem opinberlega heitir Lýðveldið Kína, lítur á sig sem sjálfstætt ríki. Sagði Trump að hann myndi ekki fylgja sömu stefnu og forverar sínir nema Kínverjar samþykktu breytingar á viðskiptum milli ríkjanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira