Hjartað varð taktlaust Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2016 08:00 Sigurður er hér að brýna sína menn í leik Hauka og Keflavíkur. Það er eini leikurinn þar sem Sigurður hefur stýrt Keflavíkurliðinu í vetur. Vísir/Ernir Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“ Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira