Gylfi: Mitt besta ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 21:01 Gylfi fagnar einu af 14 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016. Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016.
Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Sjá meira
Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36
Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22