Flugfargjöld fara sífellt lækkandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:16 Sífellt ódýrara er fyrir Íslendinga að ferðast út fyrir landsteinana. Mynd/Pjetur Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira