Flugfargjöld fara sífellt lækkandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:16 Sífellt ódýrara er fyrir Íslendinga að ferðast út fyrir landsteinana. Mynd/Pjetur Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira