Kostnaður vegna ölvunarslysa fjórfaldast sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:14 Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira