Trump skýtur föstum skotum á Obama Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 22:18 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/Getty Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
„Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15
Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23