Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Hafliði Helgason skrifar 28. desember 2016 09:45 Sala Landsbankans á Borgun vakti mikla athygli og hafði að lokum þær afleiðingar að Steinþór Pálsson lét af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Vísir/Stefán Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun fékk þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2016 að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun og skömmu síðar lét Steinþór Pálsson af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Gagnrýni á söluna komst í hámæli þegar í ljós kom að kaupendur að hlut Landsbankans fengu í sinn hlut mikinn söluhagnað vegna eignarhlutar Borgunar í Visa Europe þegar það var selt til Visa Inc. Landsbankinn hafði ekki tryggt sér valrétt að eignarhlutnum eins og gert hafði verið við sölu á Valitor. Fram kom í ummælum dómnefndarfólks Markaðarins að salan hefði verið ógagnsæ. Setja hefði átt Borgun í opið söluferli og að ekki hafi verið vandað nægjanlega til verka. Önnur viðskipti sem tilnefnd voru sem verstu viðskipti ársins voru Brúnegg þar sem í ljós kom að aðbúnaður hænsnfugla var langt frá því að vera fullnægjandi miðað við markaðssetningu vörunnar sem vistvænnar. Þá var einnig nefnd sala Lindarhvols sem fer með eignir ríkisins í Klakka. Þar nefndu dómnefndarmenn ógagnsæi og ófagleg vinnubrögð við söluna sem drægju úr trúverðugleika viðskiptalífsins. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun fékk þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2016 að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun og skömmu síðar lét Steinþór Pálsson af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Gagnrýni á söluna komst í hámæli þegar í ljós kom að kaupendur að hlut Landsbankans fengu í sinn hlut mikinn söluhagnað vegna eignarhlutar Borgunar í Visa Europe þegar það var selt til Visa Inc. Landsbankinn hafði ekki tryggt sér valrétt að eignarhlutnum eins og gert hafði verið við sölu á Valitor. Fram kom í ummælum dómnefndarfólks Markaðarins að salan hefði verið ógagnsæ. Setja hefði átt Borgun í opið söluferli og að ekki hafi verið vandað nægjanlega til verka. Önnur viðskipti sem tilnefnd voru sem verstu viðskipti ársins voru Brúnegg þar sem í ljós kom að aðbúnaður hænsnfugla var langt frá því að vera fullnægjandi miðað við markaðssetningu vörunnar sem vistvænnar. Þá var einnig nefnd sala Lindarhvols sem fer með eignir ríkisins í Klakka. Þar nefndu dómnefndarmenn ógagnsæi og ófagleg vinnubrögð við söluna sem drægju úr trúverðugleika viðskiptalífsins.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22
Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04