Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill breytt verklag við veitingu ríkisborgararéttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 20:25 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“ Alþingi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“
Alþingi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira