Forsetinn ekki farinn að íhuga utanþingsstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 19:20 Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira
Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira