Sá stærsti í Domino´s deildinni þarf að ráða umboðsmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:00 Tryggvi Snær Hlinason í leik á móti KR. Vísir/Eyþór Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli. Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli.
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli