Eyþóra sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar þar sem hún varð í níunda sæti í fjölþraut sem er bæði besti árangur íslenskrar og hollenskrar fimmleikakonu á Ólympíuleikum.
Eyþór var með ellefta besta árangurinn í undankeppninni þar sem rétt missti af sæti í úrslitunum á gólfi en hún hækkaði sig um tvö sæti í úrslitunum.
Eyþór var næstefst af evrópskum fimleikakonum en það var aðeins hin rússneska Aliya Mustafina sem náði betri einkunn en hún.
Eyþór lét ekki þar við sitja heldur hjálpaði hún einnig hollenska landsliðinu að ná sjöunda sætinu í liðakeppninni en það hefur aldrei náð svo ofarlega í fimleikakeppni Ólympíuleikanna.
Eyþóra Elísabet er átján ára gömul og fæddist í Hollandi en hún á íslenska foreldra og er með bæði íslenskt og hollenskt ríkisfang.
Meðal þeirra sem hafa fengið þessi verðlaun áður eru spretthlauparinn og sjöþrautarkonan Dafne Schippers (2011) og ökuþórinn Max Verstappen (2014).
Liðfélagi Eyþóru í fimleikaliðinu, Sanne Wevers, var kosin íþróttakona ársins en formúlukappinn Max Verstappen, íþróttamaður ársins.
Sanne Wevers vann gullverðlaun á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó. Max Verstappen varð fimmti í keppni ökumanna í formúlu eitt.
Hér fyrir neðan má sjá þá sem voru í valnefndinni sem ákvað að Eyþóra fengi þessi flottu verðlaun en frægastir þar eru knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink og sundmaðurinn Pieter van den Hoogenband.
Pieter van den Hoogenband
Esther Vergeer
Marianne Timmer
Charles van Commenee
Guus Hiddink
Hans Klippus
Ewoud van Winsen
Jeroen Bijl
Eythora Thorsdottir is het Talent van het Jaar. #Sportgala pic.twitter.com/5QGEmlFP1z
— NOC*NSF (@nocnsf) December 21, 2016