NBA: Vængbrotið Cleveland lið vann Milwaukee Bucks annað kvöldið í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 07:30 Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira