Allt í lagi að vera „sexy“ og stolt af því Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2016 10:15 Erna Bergmann (t.h.) sá um að stílísera myndaþáttinn á meðan Saga Sig tók myndirnar. Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna. Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna.
Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30
Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00