Á fyrstu níu mánuðum ársins nam tap skutlþjónustunnar Uber yfir 2,2 milljörðum dollara, jafnvirði 252 milljarða íslenskra króna. Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, en starfsemin í Kína er ekki tekin þar með. Bloomberg greinir frá þessu.
Tapið er þó ekkert miðað við virði fyrirtækisins, en fyrirtækið er metið á 69 milljarða dollara sem er meira en General Motors og Twitter samanlagt. Nettótekjur fyrirtækisins hafa haldið áfram að aukast á árinu og námu 3,76 milljörðum dollara á fyrstu níu mánuðum ársins.
Viðskipti erlent
Uber tapaði 250 milljörðum
Tengdar fréttir
Prófanir Uber vekja grunsemdir
Bifreiðaeftirlit Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum krefst þess að Uber hætti þegar í stað að prófa sjálfkeyrandi bíla á götum ríkisins.
Ferðir Uber í New York orðnar 100 milljónir talsins
Uber seldi starfsemi sína í Kína í síðustu viku.