Gríðarleg uppsveifla á fasteignamarkaði: Veltan aukist um rúmlega 80 milljarða í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2016 09:00 Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 23 prósent á fyrstu 11 mánuðum ársins. vísir/vilhelm Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08