Gríðarleg uppsveifla á fasteignamarkaði: Veltan aukist um rúmlega 80 milljarða í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2016 09:00 Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 23 prósent á fyrstu 11 mánuðum ársins. vísir/vilhelm Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08