Benni Bongó, Joey Drummer og félagar í Tólfunni, stuðningssveit landsliðanna okkar í knattspyrnu, áttu góðu innkomu í Kryddsíldina á Stöð 2 í dag.
Landsliðsmennirnir Arnór Ingvi Traustason, Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason voru í viðtali hjá Eddu Andrésdóttur en strákarnir okkar voru valdir Maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2.
Tólfan fékk að sjálfsögðu landsliðsmennina og leiðtoga stjórnmálaflokkanna til að kveðja árið með víkingaklappinu, hinu eina og sanna.
Augnablikið má sjá í spilaranum að ofan.
Leiðtogarnir og landsliðsmennirnir tóku „HÚH“ með Tólfunni í Hörpu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar