Sigmundur fékk mörg hundruð atkvæði frá Bangladess Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2016 13:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn maður ársins á Útvarpi Sögu. vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26
Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30
Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22