Kröfur aldraðra í dag Björgvin Guðmundsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Kaflaskipti eru í kjaramálum eldri borgara um þessar mundir. Helstu baráttumál aldraðra í dag eiga að vera þessi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, á að vera 400 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hér er miðað við einhleypinga. Þessi upphæð er alveg samhljóða upphæð meðaltalsneyslu einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar en niðurstaða þeirrar könnunar var 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Könnuð er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu. Hagstofan kannar einnig meðaltalsneyslu heimila. Velferðarráðuneytið kannaði dæmigert neysluviðmið og studdist við neyslukönnun Hagstofunnar. Eru 321 þúsund krónur á mánuði of mikið til framfærslu fyrir aldraða? Nei, því fer víðs fjarri. Þessi upphæð er síst of há og í rauninni er erfitt að framfæra sig af lægri upphæð. Upphæðin, sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum í dag er hins vegar alltof lág, 207 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum; sú upphæð á að hækka upp í 227 þúsund á mánuði um áramót. Upphæðin hjá giftum og sambýlisfólki er aðeins 185 þúsund kr. í dag; hækkar í 196 þúsund um áramót. Þessi upphæð er furðulega lág og óskiljanlegt hvernig hún hefur ratað á blað. Hér er í öllum tilvikum rætt um upphæðir eftir skatt. Nýja upphæðin, sem koma á til framkvæmda um áramótin, er strax orðin úrelt. 196 þús. kr. á mánuði duga hvergi nærri til framfærslu. Hæpið að 227 þúsund á mánuði hjá einhleypingum dugi. Hér er svo naumt skammtað, að það er til skammar. Athugum, að hér er um nýja upphæð að ræða, sem á að vera betri en gamla upphæðin; framförin er sáralítil sem engin. Við kaflaskipti í kjaramálum aldraðra þarf einnig að gera stórsókn til þess að „endurheimta“ lífeyri lífeyrissjóðanna, sem daglega er óbeint verið að hrifsa af okkur með stórfelldum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Þessu verður að linna strax. Ég tel, að afnema verði skerðingarnar alveg, annaðhvort í einu eða tvennu lagi. Það gengur ekki lengur, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi vakni upp við það á lífeyrisaldri, að ríkið taki óbeint af lífeyrissparnaðinum stórar fúlgur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kaflaskipti eru í kjaramálum eldri borgara um þessar mundir. Helstu baráttumál aldraðra í dag eiga að vera þessi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, á að vera 400 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hér er miðað við einhleypinga. Þessi upphæð er alveg samhljóða upphæð meðaltalsneyslu einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar en niðurstaða þeirrar könnunar var 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Könnuð er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu. Hagstofan kannar einnig meðaltalsneyslu heimila. Velferðarráðuneytið kannaði dæmigert neysluviðmið og studdist við neyslukönnun Hagstofunnar. Eru 321 þúsund krónur á mánuði of mikið til framfærslu fyrir aldraða? Nei, því fer víðs fjarri. Þessi upphæð er síst of há og í rauninni er erfitt að framfæra sig af lægri upphæð. Upphæðin, sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum í dag er hins vegar alltof lág, 207 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum; sú upphæð á að hækka upp í 227 þúsund á mánuði um áramót. Upphæðin hjá giftum og sambýlisfólki er aðeins 185 þúsund kr. í dag; hækkar í 196 þúsund um áramót. Þessi upphæð er furðulega lág og óskiljanlegt hvernig hún hefur ratað á blað. Hér er í öllum tilvikum rætt um upphæðir eftir skatt. Nýja upphæðin, sem koma á til framkvæmda um áramótin, er strax orðin úrelt. 196 þús. kr. á mánuði duga hvergi nærri til framfærslu. Hæpið að 227 þúsund á mánuði hjá einhleypingum dugi. Hér er svo naumt skammtað, að það er til skammar. Athugum, að hér er um nýja upphæð að ræða, sem á að vera betri en gamla upphæðin; framförin er sáralítil sem engin. Við kaflaskipti í kjaramálum aldraðra þarf einnig að gera stórsókn til þess að „endurheimta“ lífeyri lífeyrissjóðanna, sem daglega er óbeint verið að hrifsa af okkur með stórfelldum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Þessu verður að linna strax. Ég tel, að afnema verði skerðingarnar alveg, annaðhvort í einu eða tvennu lagi. Það gengur ekki lengur, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi vakni upp við það á lífeyrisaldri, að ríkið taki óbeint af lífeyrissparnaðinum stórar fúlgur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar