Rodgers ótrúlegur í yfirburðasigri Packers | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Aaron Rodgers virðist til alls líklegur í ár. Vísir/Getty Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49