Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Jóhann Óli Eiðsson og Snærós Sindradóttir skrifa 9. janúar 2017 04:00 Ef Óttarr segir af sér þingmennsku til að gegna ráðherraembætti kemst hann ekki aftur á þing nema að gengnum Alþingiskosnum. Vísir/ERNIR Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00
Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11