Erlent

Kalla sendiherra heim til Japan vegna umdeildrar styttu

Fyrst var reynt að setja styttuna upp þann 28. desember en lögregla og embættismenn komu í veg fyrir það. Tveimur dögum seinna var uppsetning styttunnar þó leyfð vegna ákalls íbúa.
Fyrst var reynt að setja styttuna upp þann 28. desember en lögregla og embættismenn komu í veg fyrir það. Tveimur dögum seinna var uppsetning styttunnar þó leyfð vegna ákalls íbúa. Vísir/Getty
Umdeild stytta, sem búið er að reisa í borginni Busan í Suður-Kóreu, hefur vakið hörð viðbrögð meðal Japana. Þannig hefur styttan orðið til þess að japönsk stjórnvöld hafa kallað heim frá Suður-Kóreu tvo japanska erindreka sem voru þar í landi. Þar á meðal er sendiherra Japan, en heimköllunin er tímabundin.

Styttan, sem var afhjúpuð í desember, er af konu og á að vera tákn þeirra kvenna sem voru kynlífsþrælar japanskra hermanna í Seinni heimsstyrjöldinni.

Fyrst var reynt að setja styttuna upp þann 28. desember en lögregla og embættismenn komu í veg fyrir það. Tveimur dögum seinna var uppsetning styttunnar þó leyfð vegna ákalls íbúa.

Stjórnvöld Suður-Kóreu segjast vonsvikin yfir reiði Japana og gáfu út tilkynningu um að báðar þjóðir þyrftu að vinna að því að bæta samskipti þeirra á milli þrátt fyrir „erfið málefni“ sem hafa komið upp í sögu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×